Það greinilega borgar sig ekki miðað við nýlega rannsókn að snúa sér á hina hliðina og svífa aftur í inn í draumalandið.
Alla vega getur það víst haft afar slæm áhrif á heilsuna að sofa mikið meira en 8 stundir á nóttu. En vísindamenn segja meiri svefn en það geta aukið líkurnar á heilablóðfalli umtalsvert eða um heil 146%.
Rannsókn með 290.000 þáttakendum
Rannsóknin, sem framkvæmd var af sérfræðingum við The New York University School of Medicine, samanstóð af 290.000 þáttakendum.
Skoðað var hversu lengi fólkið svaf og hversu mikla hreyfingu það stundaði. Í ljós kom að það að sofa meira en 8 tíma á nóttu jók líkurnar á heilablóðfalli svo um munar – og að sofa minna en 7 tíma á nóttu jók einnig líkurnar en ekki jafnmikið, eða um 22%.
En það að sofa í 7 til 8 tíma á nóttu og að hreyfa sig í 30 til 60 mínútur þrisvar til sex sinnum í viku dró hins vegar töluvert úr líkunum.
Þá vitum við það – við megum ekki sofa of mikið og ekki of lítið.