Candida sveppurinn er til staðar í flestum einstaklingum. Hann lifir í líkama okkar líkt og aðrar bakteríur og örverur og gerir okkur yfirleitt ekkert mein.
Og reyndar þrátt fyrir það sem margir halda þá gerir hann okkur líklega meira gagn en ógagn með því að halda öðrum óæskilegri sveppum frá.
Gerðu þetta próf
En það er hins vegar þegar eitthvað fer úrskeiðis sem við getum fengið Candida sveppasýkingu og ástæður þess geta verið nokkrar.
Ef þig grunar að þú sért með Candida sveppasýkingu geturðu prófað að gera þetta einfalda heimapróf. En það gæti gefið þér einhverjar vísbendingar.
Aðferð
Gerðu prófið um leið og þú vaknar og áður en þú setur eitthvað upp í þig eða burstar tennurnar.
Taktu glas og fylltu það af vatni.
Safnaðu saman munnvatni og spýttu í glasið.
Bíddu í eina til þrjár mínútur og skoðaðu þá glasið.
Ef hrákinn flýtur ofan á vatninu eru allar líkur á því að þú sért ekki með sýkingu.
Ef hrákinn sekkur beint á botninn er hins vegar líklegt að þú sért með sýkingu. Einnig ef hrákinn teygir sig í litlum öngum út um allt eða ef vatnið verður gruggugt þá er líklega um sýkingu að ræða.
Næsta skref er þá að fá þetta staðfest hjá lækni.