Þar sem grilltíminn er enn í fullum gangi og grillarar landsins reiða fram hverja kræsinguna á fætur annarri er hér uppskrift að algjöru sælgæti.
Grillaður Brie ostur og súrdeigsbrauð með ferskum kryddjurtum – tilvalið sem eftirréttur eða sem snarl með góðum drykk.
Mmm… svo gott!
Það sem þarf
Brie ost
Ólífuolíu
Oregano (ferskt)
Basil (ferskt)
Rósmarín (ferskt)
Steinselju (ferska)
Sjávarsalt
Súrdeigs baguette
Dijon sinnep
Aðferð
Takið kryddjurtirnar og saxið niður og setjið í litla skál.
Hellið vel af ólífuolíu yfir og saltið aðeins – blandið þessu öllu vel saman.
Skerið súrdeigsbrauðið í tiltölulega þunnar sneiðar.
Leggið sneiðarnar á bökunarplötu og penslið þær með kryddblöndunni.
Setjið þær síðan inn í 200 gráðu heitan ofn í um 10 mínútur.
Á meðan brauðið er í ofninum grillið þá ostinn á vel heitu grilli. Hann þarf svona 7 til 10 mínútur á hvorri hlið.
Berið ostinn og brauðið fram með Dijon sinnepi.