Celine Dion hefur átt afar erfitt ár, en í janúar missti hún ástkæran eiginmann sinn, René, úr krabbameini og aðeins tveimur dögum síðar lést bróðir hennar einnig úr krabbameini.
Syngur grátklökk fyrir þá alla þrjá
Þessi vágestur hefur heldur betur tekið sinn toll af fjölskyldu Celine því faðir hennar lést árið 2003 úr krabbameini.
Celine segist sakna René á hverjum einasta degi og sá missir sé nú hluti af lífi hennar.
Hér syngur grátklökk Celine til stuðnings rannsóknum á krabbameini og minnist þeirra allra þriggja. En þegar hún gekk í gegnum erfiðasta hjallann eftir lát René barst henni óvænt gjöf. Gjöfin var frá tónlistarkonunni Pink og í formi þessa lags, sem sjá má í myndbandinu hér að neðan, sem Celine frumflutti í september við árlega söfnun fyrir rannsóknum á krabbameini.
Fallegt ♥♥♥