Tárin runnu hjá dómurunum og má segja að ekki hafi verið þurrt auga í salnum eftir einstaklega fallegan flutning á frumsömdu lagi hjá þessum feðgum.
Þeir Tim, 43 ára, og Jack, 12 ára, mættu í áheyrnarprufur í Britain´s Got Talent með lag sem þeir sömdu saman og fjallar um það að þótt þeir hafi orðið fyrir missi í lífinu þá séu þeir samt lánsamir.
Textinn, ljúf melódían og einstaklega fallegur flutningur gerði það að verkum að Simon Cowell henti í gullhnappinn fyrir þá feðga – sem þýðir að þeir fara beinustu leið í undanúrslit.