Granatepli er ávöxtur sem er afar ríkur af næringarefnum.
Hann er geysivinsæll út um allan heim en samt eru margir sem forðast að kaupa hann því þeir vita ekki hvernig á að meðhöndla ávöxtinn og ná fræjunum úr.
En ekki hika við að nota granatepli því hér er rétta aðferðin.
Svona og akkúrat svona nærðu fræjunum úr granateplum
Aðferð
Skerðu granateplið til helminga og brjóttu það í sundur. Eins getur þú skorið endana af og síðan skorið ávöxtinn í báta.
Settu vatn í stóra skál og fjarlægðu steinana í vatninu. Fjarlægðu svo allt sem flýtur upp á yfirborðið áður en þú setur fræin í sigti til að aðskilja vökvann frá. Nú eru fræin tilbúin til þess að nota þau. Þetta er ekki mikið mál.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert