Styrktarfélagið Göngum saman og Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, kennd við Aurum, frumsýndu í gær nýtt armband sem selt verður til styrktar félaginu. En Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.
Fullt út úr dyrum
Fullt var út úr dyrum í gær og var almenn ánægja með armbandið og fólk afskaplega glatt að geta lagt góðu málefni lið og um leið eignast fallegan grip. Við hér á Kokteil erum afar ánægð með framlagið í ár enda armbandið virkilega fallegt og hentar báðum kynjum. Það kemur í tveimur stærðum og þremur litum.
Seldust eins og heitar lummur
Segja má að armböndin hafi rokið út eins og heitar lummur í gær en þau verða síðan seld í versluninni út mars eða meðan birgðir endast. Og miðað við móttökur í gær má búast við að þau seljist fljótt upp.
Fullt var út úr dyrum í versluninni í gær.
Gunnhildur Óskarsdóttir og vinkona hennar Linda Björk Ólafsdóttir. Tvær af konunum á bak við Göngum saman.
Gleði og gaman ríkti í versluninn í gær og mikil ánægja var með armbandið.
Afar smekkleg og falleg silfurarmbönd sem koma í þremur litum.