Langar þig í ís en vilt ekki allar hitaeiningarnar sem honum fylgja?
Hér er þá ísinn fyrir þig!
Þetta er bæði hollt og gott – og alveg einstaklega einfalt. Alveg eins og við viljum hafa það. Þú þarft ekki nema tvö hráefni til að útbúa þetta góðgæti.
Frábært til að narta í þegar nammipúkinn bankar upp á.
Það sem þarf
4 meðalstórir banana (eða 3 stórir)
4 msk litlir dökkir súkkulaðidropar
Aðferð
Opnið bananana, takið hýðið af og skerið þá niður í sneiðar.
Setjið sneiðarnar á plötu og inn í frysti í að minnsta kosti 2 tíma.
Þegar bananasneiðarnar eru teknar út úr frystinum er gott að láta þær þiðna í nokkar mínútur á meðan þið undirbúið lítil múffuform, ca 18 stykki.
Spreyjið múffuformin lítillega með bökunarspreyi.
Setjið þá bananasneiðarnar í matvinnsluvél og maukið þar til þetta er orðið þykkt – gæti tekið nokkrar mínútur.
Takið eina matskeið af súkkulaðinu og geymið. Takið hinar þrjár og blandið saman við bananaísinn.
Dreifið þá blöndunni í formin og notið súkkulaðið sem þið geymduð til að dreifa yfir.
Frystið síðan í að minnsta kosti klukkutíma.
Þegar ísinn er tekinn úr formunum gerið það þá varlega og notið lítinn hníf – og leyfið ísnum að þiðna í örfáar mínútur.
Njótið!
Ef það verður afgangur er best að geyma hann í stál- eða gleríláti í frysti.
Uppskrift frá popsugar