Bakaðir ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og geri ég þannig reglulega.
Þessa uppskrift nota ég mikið enda alveg með eindæmum góð. Þetta er einn af þeim réttum sem klárast fljótt… reyndar allt of fljótt.
Það er tilvalið að nota Jólabrie (þegar hann fæst) í þennan rétt þar sem hann er stærri en t.d. venjulegur Camembert.
Bakaður Brie á svo sannarlega við í áramótaveislunni.
Það sem þarf
1 stk Jólabrie eða annan stóran Brie ost
¼ til ½ bolli pekanhnetur (magn fer eftir smekk)
2 msk púðursykur
1 msk hlynsíróp
örlítið ósaltað smjör
um ½ tsk nýmulinn svartur pipar
Aðferð
Hitið ofninn að 170 gráðum.
Skerið eða skafið efsta lagið af ostinum.
Setjið hann í lítið eldfast mót.
Skerið hneturnar, en ekki of fínt.
Bræðið smjör á pönnu og setjið hneturnar út í og steikið í ca 2 mínútur.
Bætið þá púðursykri og sírópi saman við.
Hrærið vel í og látið blandast vel saman en gætið þess að brenna ekki. Þetta tekur stutta stund. Piprið að lokum.
Hellið þessari blöndu ofan á ostinn.
Látið inn í ofn og bakið í 8 til 10 mínútur þar til osturinn er mjúkur.
Takið ostinn út og leyfið honum að standa í 5 mínútur – og njótið síðan með góðu baguette.
Jóna P – kokteillinn@gmail.com