Við erum alltaf agalega veik fyrir uppskriftum sem innihalda hnetusmjörssúkkulaði – og þegar bananar koma líka við sögu er það klárlega ávísun á eitthvað gott.
Hér er einmitt uppskrift að bananaköku með Nutella kremi sem er vel þess virði að prófa enda passa bananar og Nutella alveg einstaklega vel saman.
Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem henti í þessa gómsætu köku.
Það sem þarf
Bananakaka
- 125 gr smjör við stofuhita
- 1 1/2 bolli sykur
- 2 1/2 bolli hveiti
- 1 1/2 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsóda
- 1 tsk salt
- 1 1/2 bolli stappaða banana (um 3 bananar)
- 2 egg
- 1 1/2 tsk vanilludropa
- 1/2 bolli nýmjólk
- 1/2 msk sítrónusafa
- 1/2 bolli Nutella
- 50 gr smjör
- 3 bollar flórsykur
- 2 góðar msk mjólk eða rjómi
Aðferð
Blandið saman nýmjólk og sítrónusafa og látið standa í 5 mínútur.
Hrærið smjör og sykur vel saman í hrærivél.
Bætið hveiti, salti, lyftidufti og matarsóda saman við smjör og sykurblönduna og hrærið þannig að allt blandist vel.
Bætið næst bananastöppu, sítrónumjólk, eggjum og vanilludropum út í og hrærið áfram í tvær mínútur.
Setjið deigið í smurt bökunarform (24 cm) og bakið við 180° í 60-70 mínútur eða þar til bökunarprjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp.
Látið kökuna kólna alveg áður en kremið er sett á.
Hrærið smjöri og Nutella saman í hrærivél.
Bætið flórsykri saman við smátt og smátt. Endið á að setja mjólk eða rjóma út í og hrærið þar til kremið fær fallega áferð.
Smyrjið kreminu á kökuna.
Og njótið!
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í