Ef þú vilt móta bossann og styrkja lærin þá þarftu ekki endilega að vera tímunum saman í ræktinni. Ó nei, því málið er að drífa sig út að ganga.
Brennsla og ferskt loft
Þú brennir tvöfalt fleiri hitaeiningum og fyllir lungun af fersku lofti í leiðinni, plús hvað það er nú skemmtilegra að horfa í kringum sig úti við heldur en inni á einhverri líkamræktarstöðinni.
Til að virkja þig enn frekar á göngunni þá eru hér nokkrar góðar tillögur til að gera gönguna aðeins erfiðari og skemmtilegri.
Ökkla lóð
Að ganga með ökkla lóð bætir á þyngd skrefanna og þú finnur brunann í vöðvunum mun fyrr en ella. Þetta er frábær leið til að styrkja rass og læri.
Bakpokinn
Notaðu góðan bakpoka. Ekki hafa hann allt of þungan og mundu að festa hann vel að framan líka. Með auka þyngd á bakinu ertu að brenna og brenna hitaeiningum. Með auka þyngd á ökklum og baki þá er flott ef þú bætir við æfingum fyrir handleggina (sjá neðar).
Hlaupa og ganga
Ef þú skiptir niður í hlaup og göngu þá ertu að brenna fleiri hitaeiningum en með því bara að ganga. Vöðvarnir og hjartað lagar sig að…
Lesa meira HÉR