Það er alltaf jafn gaman að fara á góða jólatónleika og ekki vantar framboðið hér á landi í ár.
Sigga Beinteins er með betri söngkonum landsins enda hafa jólatónleikar hennar slegið í gegn og margir sem láta þá ekki fram hjá sér fara.
Siggu tekst að skapa persónulega stemningu og fylla hjörtu áheyrenda af gleði og kærleika mitt í jólaamstrinu með einlægni sinni, gleði og dillandi hlátri.
Sigga og gestir
Sigga heldur tvenna tónleika í Hörpu í ár, þeir fyrri eru föstudaginn 7. desember og seinni tónleikarnir laugardaginn 8. desember. Og það má búast við góðri stemningu þegar ein besta rödd landsins hefur upp raust sína. Eins og áður verða nokkrir gestir með Siggu á sviðinu, má þar nefna Pálma Gunnarsson og Selmu Björnsdóttur.
Þar sem okkur á Kokteil þykir svo vænt um lesendur okkar þá ætlum við að bjóða einhverjum heppnum á fyrri tónleikana – en auðvitað fær sá heppni að taka einhvern með sér. Að sjálfsögðu eru miðarnir í dýrustu og bestu sætin.
Segðu okkur hverjum þú myndir vilja bjóða með þér og við drögum einn heppinn út sem fær 2 miða í eðal sæti á tónleikana þann 7. desember.
Hverjum myndir þú bjóða með þér?
Það sem þú þarft að gera til að vera með í pottinum
Vera viss um að þú sért búin/n að setja LIKE við Facebooksíðu Kokteils HÉR
Líkaðu við myndina/leikinn – og taggaðu þann sem vilt bjóða með þér.
Deildu síðan leiknum á veginn þinn
Mjög gott er að hafa deilinguna stillta á public/allir svo við sjáum að þú hafir deilt.
Við drögum einn heppinn út þann 28. nóvember, en sá hinn sami hlýtur að launum 2 miða í eðal sæti.
Endilega vertu með – þú gætir dottið í lukkupottinn!!