Bókin Frábær eftir fertugt fjallar á opinskáan hátt um líkamlega og andlega heilsu kvenna á breytingaskeiði. Sumar konur fara tiltölulega létt í gegnum þetta tímabil á meðan aðrar finna fyrir töluverðum óþægindum.
Umræðan einkennist oft af fordómum
Umfjöllunarefnin eru eins og við má búast fjölmörg; hormónabreytingarnar, kynlíf, sambönd og félagsleg tabú,
útlit og fatastíll, umhirða húðar – svo fátt eitt sé nefnt.
Umræða um æviskeið kvenna eftir fertugt einkennist oft af fordómum en það er mikilvægt fyrir konur að vera vel upplýstar og viðbúnar því að taka á móti þeim breytingum sem verða þá óhjákvæmilega. Við ráðum miklu um líðan okkar og heilsufar á þessum aldri eins og þessi gagnlega og tímabæra bók bendir á.
Þessar mæla með Frábær eftir fertugt
„Frábær eftir fertugt er bók sem fyrir löngu hefði átt að vera komin út á íslenska tungu og mun líklega nýtast vel konum og fjölskyldum þeirra.“
Ebba Margrét Magnúsdóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir.
„Þessi bók er ómissandi fyrir konur sem eru að nálgast fertugsaldurinn. Það er svo gott að vita að maður er ekkert afbrigðilegur þótt maður upplifi “nýjan takt” hjá sér í hvaða mynd sem er – þegar breytingar verða á líkamanum spyr maður sig gjarnan hvort hitt eða þetta sé eðlilegt og þá er frábært að eiga svona bók. Í raun er þetta eins og að eiga 5 árum eldri vinkonu sem upplýsir mann hvað sé framundan hjá okkur konum.“
Svava Johansen, kaupmaður
„Látum ekki vellíðan okkar og heilsu mæta afgangi. Þessa bók ætti hver kona að lesa fyrr en seinna.“
Sirrý, sjónvarps- og þáttagerðarkona
Gjafaleikur
Við ætlum að gefa fimm svona bækur og drögum fyrstu bókina út fimmtudaginn 10. september og svo hinar 16. september, 25. september, og síðustu tvær þann 7. október.
Þetta er einfalt – það sem þú gerir er að vera viss um að þú sért búin að„líka við“ KOKTEILL.is á facebook.
Síðan deilirðu þessum leik á vegginn þinn og ekki er verra að skilja eftir athugasemd hjá okkur.
Þetta er bók sem allar konur yfir fertugt ættu að eiga.