Við mælum með þessum girnilegu heimatilbúnu kartöfluflögum. En þær eru frábærar til að gæða sér á fyrir framan sjónvarpið, bjóða upp á í partýinu eða sem snarl hvenær sem er.
Þá má bæta því sem hugurinn girnist við uppskriftina og um að gera að leyfa hugmyndafluginu og bragðlaukunum að ráða.
Það sem þarf
Stóra kartöflu (eða fleiri ef vill)
Ólífuolíu
Sjávarsalt
Rifinn ost
Steikt beikon (eða hvað annað sem þið viljið hafa með)
Sýrðan rjóma
Aðferð
Hitið ofn að 218 gráðum.
Skerið stóra kartöflu niður í mjög þunnar sneiðar (um 3 millimetra að þykkt).
Leggið sneiðarnar í skál með vatni og skolið.
Takið og þerrið með eldhúspappír.
Raðið sneiðunum síðan á álpappír í ofnskúffu, setjið ólífuolíu yfir og saltið að lokum.
Bakið í 20 til 25 mínútur.
Takið þá út og setjið hluta af sneiðunum í hrúgu og geymið restina til að setja ofan á seinna.
Stráið rifnum osti og beikoni yfir og raðið þessu öllu síðan í lögum hvert ofan á annað.
Þá er þetta sett aftur inn í ofn og bakað í 5 til 10 mínútur.
Takið út og setjið sýrðan rjóma og graslauk yfir eða hvað það sem ykkur langar að bæta við.
Svo er bara að njóta!