„Vissulega getur heimilisleg kvikmyndagerð kryddað kynlífið. En á þessari tækniöld þar sem allt getur lekið á veraldarvefinn er margt sem ber að varast. Margar konur sem hafa leikið aðalhlutverkið í slíku hafa lent illa í því. Þrátt fyrir það getur gerð erótísks myndbands, upptaka eða kynæsandi ljósmyndataka virkað spennandi fyrir sum pör og það er í lagi svo lengi sem kynlíf þeirra snýst ekki eingöngu um það“, segir sálfræðingurinn Dr. I. David Marcus.
En stundum getur smá kynferðisleg áhættuhegðun komið þér í klandur og teflt mannorði þínu í hættu og þessi tegund af tilraunastarfsemi getur sérstaklega haft eftirmála fyrir samband þitt. Hér eru því nokkrar gryfjur sem ber að varast.
Dreifing
Ein helsta áhættan felst í því að myndbandið/upptakan gæti fallið í rangar hendur. Því miður deila margir karlmenn myndbandinu, meira að segja á meðan þið eruð enn saman. Kynlífsvefsíður áhugamanna eru mjög vinsælar að sögn Davids. Þegar karlmaður tekur upp kynlífsmyndband getur stór hluti spennunnar við gerð þess falist í því að opinbera myndbandið og horfa á sjálfan sig og þig á veraldarvefnum.
Óraunhæf markmið
Samkvæmt Mark Schwartz, klínískum meðstjórnanda Castlewood meðferðarstöðvarinnar í Saint Louis, getur of mikið áhorf á klám leitt til þess að viðkomandi verði háður svipuðu sjónrænu áreiti til að verða kynferðislega örvaður. „Áhættan felst í því að karlmenn verði ekki lengur örvaðir af manneskjunni sem liggur við hlið þeirra,“ segir Mark. Þegar þetta gerist stendur sambandið ekki á traustum grunni.
Bakþankar
Sárasti sannleikurinn um þetta mál er að þessi tilraunastarfsemi með kvikmyndaupptökuna getur gert karlmanninn afhuga þér. „Þeir vita það kannski ekki þegar lagt er af stað, en sumir menn vilja ekki sjá kærustuna sína sem klámmyndastjörnu,“ bendir David Marcus á.
Settu reglur
Ef þú ert enn spennt fyrir því að ýta á upptökuhnappinn, settu þér þá nokkrar reglur: Í fyrsta lagi, íhugaðu hvað þú vilt fá út úr þessum tökum. Ræddu svo öll smáatriðin (frá öllum hliðum) við félaga þinn áður en þið hefjist handa, þannig tryggir þú að þið séuð á sömu bylgjulengd áður en kveikt er á vélinni. „Þú þarft að geta séð fyrir hvernig þetta verður þegar allt er farið af stað og geta rætt hvað muni gerast ef þú kannt ekki við að láta mynda þig,“ segir dr. Megan Fleming, klínískur sálfræðingur og viðurkenndur kynlífsráðgjafi í New York borg.
Haltu eftir eignarréttinum
Verðu einkalíf þitt með því að halda eftir myndbandinu og/eða ljósmyndunum. „Um leið og eitthvað er tekið upp getur það dreifst um heiminn,“ varar David Marcus við. Ef félagi þinn vill ráða vertu þá hörð á því að þér líði ekki vel með þetta nema að þú fáir að halda gögnunum. Að því sögðu er öruggast að eyða heimagerðum myndböndum um leið og þið eruð búin að horfa á þau.
Íhugaðu afleiðingarnar
„Hafðu vaðið fyrir neðan þig og íhugaðu afleiðingarnar. Það eru til fleiri leiðir til að krydda kynlífið en að búa til myndband. Vertu alla vega alveg viss um það sé þetta sem þig langar að gera. Þegar öllu er á botninn hvolft er það kannski tilfinningakryddið sem gæti verið það sem sambandið í raun skortir,“ segir David Marcus. Með öðrum orðum, það að endurgera „Debby Does Dallas“ er kannski ekki kryddið sem samband þitt þarfnast.
Sigga Lund
Sjáðu líka HÉR Pör sem stunda kynlíf einu sinni í viku eru hamingjusömust