Það eru gömul sannindi og ný að þegar beðmálin eru komin í blindgötu sé þjóðráð að bregða sér í silkisokka, kynþokkafullar blúndubrækur og brjóstahöld.
En getur nýr nærfatnaður í alvöru slegið á vandamálin í svefnherberginu?
Ehhh… já! Tracy Cox kynfræðingur vill alla vega meina það.
Hvað finnst þér um þessi ráð kynfræðingsins?
1. Þarf hann endilega að horfa upp á þessar risastóru gráu aðhaldsbrækur? Jú, vissulega slétta þær kviðinn en gerðu ykkur báðum greiða og farðu í þær þegar hann sér ekki til.
2. Láttu karlmann aldrei, aldrei, ALDREI sjá þig í sokkabuxunum einum fata. Ég hef séð ofurfyrirsætur líta hræðilega út í þeim og trúðu mér, ef sokkabuxur fara þeim illa þá líta þær út á þér og eins og á mér – hreint út sagt hryllilega, segir Tracy.
3. Þetta ráð er sígilt enda hefur það nokkuð til síns ágætis. Að halda sér við og í líkamlegu formi er einfaldlega liður í því að viðhalda löngun elskunnar þinnar í þig. Í því felst að þú þarft að borða hollan mat, stunda líkamsrækt og huga að útlitinu.
4. Við vitum öll að það er fátt betra en að kúra í heimafötunum uppi í sófa fyrir framan sjónvarpið. Mundu bara að rífa þig annað slagið upp úr sófanum og skunda í ræktina og punta þig síðan fyrir „stefnumótin“ ykkar.
(Úr bókinni: Lostaleikir, eftir Tracy Cox)
Sigga Lund