Það þykir eftirsóknarvert að skarta vel mótuðum og þrýstnum vörum enda getur það gert mikið fyrir útlitið.
Með öllum þeim förðunarvörum og þeim góðu ráðum sem við búum að í dag ættu allar konur að geta gert varir sínar enn fallegri en þær eru.
Þá erum við ekki að tala um varir sem líta óeðlilega út heldur aðeins varir sem líta út fyrir að vera aðeins þrýstnari og fallegri en þær raunverulega eru.
Svona getur þú gert varir þínar enn fallegri í 4 einföldum skrefum
1. Notaðu varalitablýant til að draga línu kringum varirnar, dragðu línuna aðeins út fyrir útlínur varanna. Gættu þess samt að fara ekki of langt út fyrir þannig að þetta verði kjánalegt.
Notaðu blýant sem er aðeins dekkri en varaliturinn þinn – en það skiptir engu máli hvaða lit þú notar svo framarlega sem blýanturinn er dekkri en varaliturinn. Og það má nota alla liti, bleikan, rauðan, fölan, brúnan og svo framvegis.
2. Dragðu síðan línur langsum í varirnar sjálfar og gerðu „V“ í miðja efri vörina. Þetta lætur varirnar líta út fyrir að vera fyllri og meiri en þær eru.
3. Settu síðan varalit á varirnar sem er aðeins ljósari en blýanturinn. Litaðu yfir línurnar.
4. Að lokum bætirðu varaglossi yfir varalitinn til að setja punktinn yfir i-ið. Leggðu sérstaka áherslu á miðja neðri vörina og þá sérstaklega neðri hluta hennar. En þetta lætur varirnar líta út fyrir að vera þrýstnari og meiri en þær eru.