Hvernig væri að prófa að gera sitt eigið hnetusmjör og bjóða upp á heimatilbúið „Nutella“?
Heimatilbúið og engin aukaefni.
Sumir borða Nutella beint upp úr dósinni með skeið, aðrir smyrja því ofan á brauð og svo má líka dýfa ávöxtum í það – og svo er ótrúlega gott að nota það á pönnukökur.
Það sem þarf
1 bolli heslihnetur
¼ bolli möndlur
¼ bolli jarðhnetur
1 bolli púðursykur
2 teskeiðar sjávarsalt
2 bollar vatn
1 ½ bolli dökkir súkkulaðidropar
2 matskeiðar kakó
1 teskeið vanillusykur ef vill (ekki nauðsynlegt)
Og 1 teskeið af Maldon-sjávarsalti í lokin.
Sjáðu síðan hér í myndbandinu hvernig þetta er gert