Túrmerik hefur verið notað um aldir gegn bólgum í líkamanum, liðagigt, magavandamálum, ýmsu ofnæmi, lifrarvandamálum og brjóstsviða.
Þetta er eitt öflugasta andoxunarefni svo vitað sé og eykur það blóðflæði og þanþol æða. Þannig kemur það jafnvægi á blóðþrýstinginn og bætir um leið hjarta- og æðakerfið.
Við vöðva- og liðverkjum
Þá er túrmerik talið koma í veg fyrir skemmdir á innri líffærum, eins og t.d. heila, og hefur það verið viðfangsefni ótal vísindarannsókna undanfarin ár í tengslum við Alzheimer og Parkinson. Einnig er talið að jurtin geti haft áhrif á vöxt krabbameinsfruma.
Rótin er talin gagnast vel við vöðva- og liðverkjum og er auðvitað algjörlega hættulaus þar sem hér er um náttúrulega afurð að ræða. Það er því vel þess virði að fá sér þetta jurtate og sjá hvort það hjálpar.
Teið er einfalt að útbúa með vatni og túrmerki dufti/kryddi.
Það sem þarf
2 matskeiðar af niðurrifinni túrmerikrót eða 1 teskeið af duftinu
4 bolla af vatni
Hreint hunang og sítrónu til að bragðbæta
Og þannig er þetta gert
Setjið vatnið í pott og látið sjóða.
Bætið túrmerikinu út í og leyfið þessu að malla í 10 mínútur.
Sigtið síðan í bolla.
Og bragðbætið að lokum með hunangi og sítrónu.