Góður svefn er ekkert sjálfsagður og margir eiga erfitt með að sofna á kvöldin. Það getur líka stundum verið erfitt að ná sér niður eftir annríki dagsins.
Ýmsar leiðir og aðferðir er hægt að nota til að komast inn í draumalandið og geta þessar einföldu jógastöður hjálpað til við að slaka á og sofna vært.
Það besta er að það má gera þær í rúminu – og það eina sem þú þarft er koddinn þinn
Staða 1
Settu koddann þinn þversum upp við vegginn eða rúmgaflinn. Leggstu ofan á koddann með rassinn upp við vegginn. Teygðu síðan fæturna upp á vegginn með hælana upp við hann og í beinni línu við mjaðmir. Leyfðu höndunum að liggja frjálslega út með hliðunum og láttu lófana vísa upp.
Haltu stöðunni í 2 til 3 mínútur og andaðu djúpt á meðan.
Til að fara úr stöðunni beygðu þá hnén og rúllaðu þér síðan á aðra hliðina.
Staða 2
Taktu koddann og leggðu hann langsum á rúmið. Leggstu síðan með bakið og höfuðið á koddann en láttu rassinn hvíla á dýnunni. Láttu fæturna falla eðlilega út til hliðanna þannig að iljarnar snertist.
Hvíldu í þessari stöðu í að minnsta kosti 2 mínútur.
Staða 3
Taktu koddann og leggðu hann langsum á rúmið. Leggstu síðan með bakið og höfuðið á koddann en láttu rassinn hvíla á dýnunni. Beygðu fætur og notaðu hendur til að færa fætur saman á vinstri hliðina. Settu hendur út til hliðanna og láttu lófana vísa upp. Ímyndaðu þér síðan andardrátt þinn sem öldur er ganga í gegnum hrygginn og losa um spennuna með hverri útöndun.
Haltu stöðunni í 1 mínútu og skiptu þá yfir á hægri hliðina.
Staða 4
Áður en þú svífur inn í draumalandið er mjög gott að taka eina góða æfingu með djúpri öndun. Ágætt er að hafa koddann undir baki og höfði en láta rass og fætur hvíla á rúmdýnunni. Liggðu með fætur beina en þó aðeins í sundur. Leggðu vinstri hönd á hjartað og þá hægri á kviðinn.
Andaðu inn og teldu upp að fjórum. Haltu andanum og teldu upp að sjö. Andaðu síðan frá þér og teldu upp að átta. Endurtaktu þetta svo fjórum sinnum.
GÓÐA NÓTT!
Myndir og æfingar: saragrossi.