Hafragrautur er afar góður og hollur morgunmatur. En það eru ekki allir jafn sprækir á morgnana og sumir vilja einfaldlega grípa í eitthvað þægilegt sem þeir þurfa ekki að hafa fyrir að útbúa. Bara henda einhverju í skál og málið er dautt.
Geymist í ísskápnum í nokkra daga
Þess vegna er þessi hafragrautur svo góður því hann er undirbúinn kvöldið áður og geymist síðan í ískápnum út vikuna, eða um 5 daga. Mjög gott að útbúa hann á sunnudagskvöldi og eiga svo tilbúinn morgunmat hvern virkan dag út vikuna.
Grauturinn er líka tilvalinn til að taka með sér í nesti í vinnunna og/eða skólann. Og svo er hann auðvitað frábær í millimál.
Hún Svava vinkona okkar á Ljúfmeti og lekkerheit deildi þessari góðu uppskrift með okkur.
Það sem þarf
Uppskriftin gefur um 5 skammta
- 2 dl tröllahafrar
- 1 epli, kjarnhreinsað og skorið í bita
- ½ dl graskersfræ
- 1 tsk kanil
- ½ dl hakkaðar möndlur
- 2 ½ dl vatn
- smá salt
Aðferð
Blandið öllu saman í skál, setjið lok yfir og látið standa í ísskáp yfir nótt. Geymist í 5 daga í loftþéttu íláti inni í ísskáp.