Oft leitum við langt yfir skammt að réttum lausnum fyrir hitt og þetta. Stundum þarf nefnilega ekki að fara lengra en í eldhússkápana til að finna það sem hentar.
Löng og þétt augnhár eru ofarlega á óskalista þegar hárunum fækkar með aldrinum. Vissulega hjálpa góðir maskarar og geta sumir þeirra virkað á undraverðan hátt.
En hér er samt komið eitt gott trix sem hjálpar enn frekar við að gera augnhárin sem allra flottust. Og það sem þarf má finna í eldhúsinu eða baðskápunum.