Hann mætti í prufur á dögunum og heillaði alla með fallegum og kraftmiklum söng sínum þar sem hann söng lagið Somewhere úr söngleiknum West Side Story.
Dómararnir í Ireland´s Got Talent stóðu allir sem einn á fætur fyrir hinum 31 árs gamla Stephen Barry – og salurinn ærðist af fögnuði. Og skyldi engan undra þar sem hann er með þrusuflotta og mikla rödd.