Þar sem við í Kokteil erum miklir sælkerar er vel við hæfi að við bjóðum vinum okkar út að borða. Í samstarfi við veitingastaðinn Kopar ætlum við því að bjóða heppnum vinum okkar á facebook í ævintýraferð.
Kopar, við gömlu höfnina í Reykjavík, er ekki bara einn af betri stöðum borgarinnar heldur líka einn af þeim vinsælli. Staðsetning staðarins er frábær með útsýni yfir höfnina. Ylfa Helgadóttir, yfirkokkur staðarins, er meðlimur í Íslenska kokkalandsliðinu og keppti með því á síðasta ári á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg þar sem liðið hreppti gullið.
Gefum 2 gjafakort í ævintýraferð
Við ætlum að bjóða tveimur heppnum vinum okkar á facebook í ævintýraferð á þennan frábæra veitingastað. Annars vegar er um að ræða ævintýraferð, fyrir tvo að kvöldi, sem er níu rétta matseðill með bæði kjöti og fiski – í ævintýraferðinni eru forréttir, aðalréttir og eftirréttir. Sem sagt hin fullkomna veisla.
Hins vegar er um að ræða gjafabréf fyrir tvo í hádeginu í fiskævintýri – sem er tveggja rétta matseðill með súpu og fiski dagsins. Hádegin á Kopar eru eitthvað til láta sig hlakka til!
Einfaldur leikur
Leikurinn gengur út á að þú smellir á LIKE takkann á facebook-síðu Kokteils, sem sagt síðuna sjálfa – og deilir síðan þessum leik á vegginn þinn.
Hér er slóð facebook-síðu Kokteils: https://www.facebook.com/kokteill.is
Við drögum út einn heppinn miðvikudaginn 8. apríl og annan fimmtudaginn 16. apríl.
Kopar fiskur
Daim ostakaka