Manni líður alltaf einhvern veginn betur þegar maður er með vel snyrtar og fallegar neglur.
En oftar en ekki situr handsnyrtingin á hakanum því það er svo margt annað sem þarf að gera og græja. En þannig þarf það ekki vera.
Hér eru leiðbeiningar fyrir handsnyrtingu sem þú getur gert heima og tekur aðeins 15 mínútur. Toppaðu hana svo með uppáhalds naglalakkinu þínu.
Handsnyrting á 15 mínútum
1. Fjarlægðu gamalt naglalakk.
2. Gættu þess að neglurnar séu þurrar þegar þú notar naglaþjölina. Mikilvægt er að beita þjölinni ekki fram og aftur heldur frá hliðunum og að miðju.
3. Berðu handáburð á hendurnar og naglabandakrem eða vaselín á naglaböndin.
4. Láttu volgt vant renna í skál. Helltu nokkrum dropum af barnaolíu í skálina. Það er líka gott að nota olíuríka sápu til þess að hreinsa neglurnar og hendurnar. Hafðu fingurna í vatninu í nokkrar mínútur.
5. Burstaðu neglurnar með naglabursta. Ef að þú átt ekki einn slíkan þá getur þú notað tannbursta.
6. Berðu aftur naglabandakrem eða vaselín á naglaböndin svo að þau verði mjúk og fín. Ýttu böndunum varlega upp að naglarótinni með naglabandapinna.
7. Berðu aftur handáburð á hendurnar. Þvoðu síðan kremið af nöglunum. Þurrkaðu neglurnar vel.
8. Byrjaðu alltaf á að lakka með undirlakki til þess að neglurnar verði ekki mislitlar. Láttu undirlakkið þorna vel.
9. Lakkaðu neglurnar með lituðu lakki. Byrjaðu á því að mála strik á miðja nöglina og síðan með hliðunum. Láttu lakkið þorna vel. Lakkaðu neglurnar tvisvar með litaða lakkinu.
10. Lakkaðu síðan yfir með yfirlakki sem verndar neglurnar.