Hinir bresku Brownlee bræður eru miklir íþróttamenn og sigursælir í sinni grein – en þeir keppa í þríþraut og hafa unnið stórra verðlauna í þeirri grein.
Um helgina lauk heimsmóti í Mexíkó og voru þeir bræður þar í fremstu röð. En þegar yngri bróðirinn, Jonny sem var í forystu, átti aðeins 700 metra eftir að marklínu missti hann stjórn á fótum sínum þar sem hitinn bar hann ofurliði.
Hélt á honum síðasta spölinn
Bróðir hans, Alistair, sem var aðeins á eftir honum svífur þá upp að honum og kippir yngri bróður sínum með sér og hálf heldur á honum síðasta spölinn og endar síðan á því að ýta honum yfir marklínuna. Með því að koma bróður sínum til bjargar gaf hann upp á bátinn möguleikann á gullinu. En þeir bræður enduðu engu að síður í öðru og þriðja sæti.
Eins og gefur að skilja var þeim innilega fagnað og hafa þeir bræður verið kallaðir mestu íþróttamenn allra tíma fyrir vikið.
Þetta er kærleikur ♥
Sjáðu lokamínúturnar