Þau kalla sig Pentatonix og eru „a capella“ sönghópur – og klárlega einn besti hópur sinnar tegundar í heiminum í dag.
Við höfum margoft deilt með ykkur myndböndum með flutningi þeirra enda fáum við ekki nóg af þessum snillingum.
Hér er glænýtt myndband frá þeim með vel þekktu og góðu jólalagi. Og þau gera þetta ótrúlega vel eins og við var að búast.
Þetta er gæsahúðar flutningur!