Þessi 34 ára gamla fyrrverandi barnastjarna mætti í prufur hjá The Voice í Bandaríkjunum á dögunum. Nú er ný sería að fara í gang og er þetta myndband forsmekkurinn að því.
Dómararnir misstu sig úr hrifningu og slógust um hana – og skyldi engan undra!
Hún heitir Alisan Porter og lék aðalhlutverkið í myndinni Curly Sue árið 1991.
Það var þó aldrei draumur hennar að verða leikkona heldur á söngurinn hug hennar allan enda búin að syngja síðan hún var 5 ára gömul. En það er fyrst núna 25 árum seinna sem hún hefur ákveðið að taka af skarið og láta drauminn rætast. Líf hennar hefur ekki verið dans á rósum segir hún en nú sé hún komin með fjölskyldu og auk þess hafi hún hætt að drekka fyrir 8 árum síðan og því sé hún núna tilbúin.
Svo sannarlega er hún tilbúin – æðisleg rödd 🙂