Þetta er hið fullkomna meðlæti og stútfullt af góðum næringarefnum fyrir okkur.
Þar sem mér finnst meðlætið skipta miklu máli er ég sífellt að prófa eitthvað nýtt og þetta hér tikkar í öll boxin hjá mér.
Algjörlega frábært í miðri viku og dásamlegt með helgarmatnum. Og síðan er þetta svo einfalt – en það skiptir auðvitað miklu máli.
Það sem þarf
2 ½ bolli rósakál, snyrt og skorið til helminga
1 góð gulrót, snyrt og skorin í grófa bita
1 millistór sæt kartafla, hýðislaus og skorin í teninga
2 ½ bolli smáar kartöflur, skornar til helminga
½ bolli kjúklingabaunir, (má líka nota pekanhnetur í staðinn)
4 msk ólífuolía eða meira ef þarf
1 tsk sjávarsalt
½ tsk svartur nýmulinn pipar
1 tsk ítalsk krydd
1 tsk hvítlauksduft, eða 3 til 4 marin hvítlauksrif
¼ bolli Panko raspur
¼ bolli fínrifinn Parmesan ostur
Aðferð
Hitið ofninn að 220 gráðum.
Takið bökunarpappír og setjið í ofnskúffu, smyrjið pappírinn aðeins með olíu. Eða smyrjið stórt eldfast mót lítillega með olíu.
Setjið öll innihaldsefnin í stóra skál og blandið vel saman. Gætið þess að þekja allt grænmetið með kryddinu, raspi og ostinum.
Setjið grænmetið í ofnskúffuna eða í mótið og dreifið vel úr því þannig að það liggi ekki hvert ofan á öðru. Látið rósakálið og litlu kartöflurnar byrja á því að snúa niður.
Látið inn í heitan ofninn og bakið í 25 til 35 mínútur eða þar til grænmetið er orðið meyrt og aðeins brúnað. Hrærið aðeins í þessu þegar tíminn er hálfnaður.
Takið síðan út úr ofninum og setjið á fat eða á stóran disk áður en borið er fram.
Njótið!
Sjáðu hér enn betur hvernig þetta er gert
Jóna Péturs – kokteillinn@gmail.com