Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en finnst hins vegar sóðalegt og leiðinlegt að steikja það er hér frábært trix fyrir þig.
Stökkt og gott
Við þekkjum það öll hvað allt verður subbulegt þegar maður steikir beikon á pönnu – en það er ekki þar með sagt að maður vilji hætta að steikja það á þann hátt.
Þess vegna tökum við þessu trixi fagnandi. Beikonið verður fullkomlega steikt, stökkt og gott – og maður er laus við frussuganginn og sletturnar.
Trixið er að steikja það í vatni. Já í vatni!
Og svona er það gert
Taktu pönnu, settu beikonið í hana og helltu síðan vatni yfir þannig að það fari yfir beikonið.
Stilltu síðan hitann frekar hátt og þegar vatnið fer að sjóða þá lækkarðu niður í miðlungshita.
Vatnið gufar algjörlega upp og eftir situr beikonið stökkt og fullkomið. Og það besta er að eldavélin og allt í kringum hana er ekki allt í fitu og slettum.
Sjáðu hér hvernig þetta virkar