Flestir, ef ekki allir, kannast við að hafa fengið bletti á fötin sín sem erfitt getur verið að ná úr. Hvort sem það er vínblettur á hvítu skyrtunni eða meik á blússunni.
Nú og svo eru það hvítu botnarnir á strigaskónum og hnökrar á uppáhalds peysunni.
Það er nefnilega ýmislegt sem getur komið upp varðandi fatnað okkar.
Til að leysa úr því eru hér 6 frábær trix
1. Raksápa á erfiða bletti
Þetta er víst skothelt ráð og hægt að losna við erfiða bletti eins og meik, kaffi, sinnep, og annað slíkt með raksápu.
Settu örlítið af raksápu á blettinn, þrýstu sápunni síðan niður í blettinn og leyfðu henni að liggja í svona hálftíma. Þrífðu þetta síðan upp og bletturinn ætti að hverfa.
Þú þurrkar aðeins eða skrúbbar ef þarf. Ef bletturinn hverfur hins vegar ekki má reyna að láta þetta liggja yfir nótt.
2. Sítrónusafi eða matarsódi
Notaðu sítrónusafa eða matarsóda á flíkur með svitablettum undir höndum
Blandaðu saman jöfnu hlutfalli af sítrónusafa og vatni. Notaðu þetta síðan til þess að skrúbba svæðið undir höndunum.
Önnur aðferð sem þú getur líka notað er að blanda 4 matskeiðum af matarsóda í ¼ bolla af heitu vatni. Þessu er síðan nuddað á svitablettina og flíkin svo þvegin. Ef blettirnir eru mjög slæmir má láta þetta liggja í um 2 tíma á blettunum áður en flíkin er þvegin.
3. Hvítvín og matarsódi á rauðvínsbletti
Til að losna við rauðvínsbletti af hvítu skyrtunni og öðrum flíkum geturðu hellt hvítvíni yfir blettinn og síðan dreift matarsóda yfir það. Láttu þetta síðan liggja í 2 til 3 tíma og þvoðu þá þessa blöndu af.
4. Hársprey á varalitabletti
Settu hársprey á allan blettinn og láttu það liggja á honum í svona 10 mínútur. Þrífðu blettinn síðan af með hreinum klút. Og þvoðu síðan flíkina að lokum.
5. Rakvélablöð til að fjarlægja hnökra úr fatnaði
Leggðu flíkina á sléttan flöt og notaðu rakvél með rakvélablaði til að skafa hnökrana í burtu. Farðu samt varlega svo þú skemmir ekki flíkina.
6. Converse skórnir og aðrir strigaskór
Og hér er svo gott ráð til að þrífa Converse skóna og aðra strigaskó með hvítum botni.
Blandaðu fljótandi þvottaefni og matarsóda saman. Notaðu síðan tannbursta til að bursta hvítan skítugan botninn á skónum. En þetta ætti að gera hann hvítan aftur.