Það er staðreynd að stórir sem smáir eiga erfitt með að standast Rice Krispies kökur af öllum stærðum og gerðum.
Við höfum þó ekki áður smakkað Rice Krispies köku með piparmyntu. En hér er komin hin fullkomna blanda fyrir þá sem eru bæði hrifnir af Rice Krispies sem og myntu.
Í kökuna er þó ekki notað súkkulaði með kremi heldur súkkulaði með piparmyntubragði og örlitlu krókanti.
Hún Valla í Eldhúsinu hennar Völlu deilir hér með okkur þessari frábæru uppskrift.
Það sem þarf
Í botninn
75 gr smjör
50 gr myntu krókant súkkulaði frá Marabou
100 gr suðusúkkulaði
6 msk síróp í grænu dósunum
5 bollar rice krispies
Aðferð
Bræðið smjör, súkkulaði og síróp í potti.
Setjið Rice Krispies í skál og hellið súkkulaðiblöndunni yfir kornið.
Blandað þessu vel saman með sleikju.
Setjið blönduna í form og þrýstið henni vel ofan í formið. Kælið.
Rjómakrem
300 ml rjómi
100 gr myntu krókant súkkulaði, saxað
1 tsk kakó
1 tsk vanillusykur
Aðferð
Stífþeytið rjómann með vanillusykri og kakói.
Þegar rjóminn er tilbúinn er súkkulaðinu blandað varlega saman við með sleikju.
Takið Rice Krispies botninn úr forminu og setjið á disk.
Setjið rjómann yfir og smyrjið yfir kökuna. Raspið smá súkkulaði yfir að lokum.
Njótið!
Valgerður Gréta