Þann 5. mars fagnaði Kokteill eins árs afmæli sínu og þar sem afmælisdagurinn var á laugardegi var ákveðið að slá upp lítilli veislu.
Matur skipar stóran sess
Okkur þótti full ástæða til að fagna og gleðjast yfir þeim frábæru viðtökum sem vefurinn hefur fengið.
Og þar sem matur skipar bæði stóran sess í lífi okkar og svo ekki síst hér á síðunni varð að vera eitthvað virkilega gott að borða í afmælisveislunni 😀
Við fórum því á stúfana að leita að veisluþjónustu sem byði upp á góðgæti sem væri okkur að skapi. En við þurftum ekki að leita lengi því fljótlega varð þetta nokkuð augljóst.
Fyrir valinu varð Múlakaffi þar sem við höfðum góða reynslu af stærri veislum frá þeim með margrétta heitum mat.
Spennt að prófa nýja smáréttaveislu
Við vorum spennt að prófa nýtt Smáréttaborð frá þeim enda erum við alveg óskaplega hrifin af smáréttum. Það verður þó að viðurkennast að það örlaði á valkvíða á milli Smáréttaborðsins og þess sem kallast Smáréttaborð Grand enda bæði borðin afskaplega girnileg. En að lokum voru það makkarónukökurnar í því fyrrnefnda sem gerðu útslagið.
Þegar við svo fengum alla réttina í hús var afar ánægjulegt að sjá hversu fallega þeir voru fram reiddir – áhöld og öll framsetning alveg til fyrirmyndar.
Þetta eru réttirnir í Smáréttaborðinu
Andaconfit í soðbrauði með chilli og kóriander.
Lamba kebab á spjóti með arabískri sósu.
Sushi maki tvær tegundir með öllu tilheyrandi.
Karamelaður svínahnakki í asískri bbq og bok choy sósu.
Sólkjarnabrauð með kartöflum og estragon eggjakremi.
Focaccia með reyktri bleikju, rjómaosti og sýrðu hvítkáli.
Indverskt grænmetis Pakora með hvítlaukssósu.
Grilluð kjúklingalund á pinna með mangó tónaðri piri piri sósu.
Djúpsteiktur smokkfiskur með chilli-majó og grillaðri sítrónu.
Kolagrilluð nautalund með bearnaise sósu.
Sítrónutart með lakkrís og myntu.
Franskar makkarónukökur.
Kunna að gera veislur með góðum mat
Þetta var svakalega gott og var hver rétturinn öðrum betri. En Smáréttaborðið vakti mikla hrifningu gestanna sem sumir áttu erfitt með að trúa því að maturinn kæmi frá Múlakaffi. En já, þau í Múlakaffi kunna sko heldur betur að gera ýmislegt fleira en þorramat og venjulegan heimilismat. En fyrirtækið hefur náð að þróast með breyttum áherslum í matargerð okkar hér á landi.
Eftir þessa æðislegu veislu segjum við hverjum þeim sem heyra vill hvað veislurnar frá Múlakaffi eru frábærar. Og þessi Smáréttaborð sem við völdum eru ekki bara góðar í afmælisveislur heldur líka í útskriftarveisluna nú eða brúðkaupið… eða við önnur tækifæri.
Við eigum svo sannarlega eftir að nota Múlakaffi næst þegar við höldum veislu!
HÉR má sjá matseðla og veisluþjónustu þeirra.