Ef þú mættir velja með hverjum þú borðaðir kvöldverð, og þá hverjum sem er í heiminu hvort sem viðkomandi er lífs eða liðinn, er spurning sem þessir foreldrar fengu. Svör þeirra voru jafn ólík og þau voru mörg og völdu allir einhvern frægan einstakling. Þetta er nokkur af þeim nöfnum sem upp komu: Marilyn Monroe, Kylie Minogue, Paul Hogan, Kim Kardashian, Justin Bieber, Jimi Hendrix og Nelson Mandela.
Allt annað hljóð í börnunum
En þá var komið að börnunum að svara sömu spurning. Þau máttu, eins og foreldrarnir, velja hvern þann sem þau vildu í öllum heiminum. Foreldrarnir sátu í öðru herbergi og fylgdust grannt með þeim á skjánum en voru alveg skíthrædd um að nú kæmi eitthvað óviðeigandi fram hjá börnunum.
Og svörin komu foreldrunum heldur betur á óvart – en þó á allt annan hátt en þau héldu.
Myndbandið er í raun hluti af ástralskri auglýsingaherferð fyrirtækisins MasterFoods og snýst herferðin um það að fá Ástrala til að gera kvöldmáltíðina mikilvæga.
Þeir sem gerðu auglýsingarnar ferðuðust um landið og spurðu fjölskyldur þessarar sömu spurningar, þ.e. með hverjum þau vildu helst borða kvöldmat! Þetta er því ekki leikið.
Svör barnanna eru auðvitað yndisleg 🙂