Með aldrinum fækkar augnhárunum gjarnan hjá konum og þau verða minni og ekki eins þétt. En hvað er þá til ráða ef maður vill hafa löng og falleg augnhár þegar maður eldist?
Það er til einföld lausn við því – en það er augnháralenging. Slíkar lengingar verða sífellt vinsælli enda er þetta ótrúlega sniðug og þægileg lausn.
Með augnháralengingu vaknar maður glæsilegur um augun á hverjum morgni og þarf aldrei að nota augnhárabrettara eða maskara. Talandi um að spara tíma í erli morgunsins.
Kokteill og Snyrtistofan Garðatorgi buðu henni Erlu í augnháralengingu.
Og Kokteill fylgdist með.
Þegar Erla mætti var hún auðvitað ekki með neitt á augunum, þ.e. engan maskara eða slíkt.
Aðferðin felst í því að ný augnhár eru límd á hvert og eitt augnhár. Þetta geta verið ansi mörg augnhár og reiknast stelpunum á Snyrtistofunni Garðatorgi til að þær noti í kringum 180 augnhár í hverja lengingu. Það er þó afar einstaklingsbundið.
Hér er verið að setja eitt og eitt hár á Erlu.
Þessi hár eru aðeins grófari en eigin augnhár og alveg kolsvört, sem gerir maskarann óþarfan. Þess utan eru þau aðeins bogin upp á við þannig að það er eins og þau séu vel upp brett þegar þau eru komin á.
Hér er búið að setja á hægra augað og munurinn er ótrúlegur. Þvílík nákvæmnisvinna.
Sumar konur koma í augnháralengingu í eitt og eitt skipti fyrir sérstök tilefni en margar koma svo reglulega og láta laga hárin. Þá koma þær ýmist á þriggja vikna fresti eða eins og þær sem vilja hafa þetta alltaf fullkomið koma á tveggja vikna fresti.
Hér eru bæði augun búin og augnhárin eru glæsileg.
Það eina sem þarf að passa er að þrífa ekki nýju hárin með kremum og bómull. Ef notaður er augnblýantur eða augnskuggi þarf að þrífa svæðið næst augnhárunum með bómullarpinna. Ekki má heldur nudda augun – enda er engin þörf á því að vera stanslaust að nudda augun, það fer ekkert vel með augnsvæðið.
Þvílíkur lúxus að geta vaknað svona glæsilegur á morgnana og þurfa ekki að hugsa um þetta svæði.
Erla komin með þessi glæsilegu augnhár frá snillingunum á Snyrtistofunni Garðatorgi.