Þar sem styttist í aðventu erum við byrjuð að huga að fallegum skreytingum og föndri. Enda er þetta einn yndislegasti tími ársins þar sem ljós og litir gleðja okkur.
Það er einfalt að nota krukkur því notagildi þeirra er afar fjölbreytt. Krukkur má nota á svo marga vegu. Þess vegna fórum við á stúfana til að finna hvað við gætum gert við krukkur fyrir jólin.
Og eins og venjulega viljum við auðvitað ekki hafa þetta of flókið.
Hér er það sem okkur leist best á
Þennan fallega bakka hér er ekki mikið mál að útbúa.
Hægt er að kaupa svona ljósaseríur í verslunum og hér má sjá hverngi þetta er gert. Krukkur, seríur, könglar, greni og stjörnur og bakkinn er tilbúinn.
Svo má auðvitað láta hugmyndaflugið ráða hvað sett er á bakkann.
Okkur finnst þessar krukkur alveg einstaklega fallegar og jólalegar.
HÉR má sjá nákvæmar leiðbeiningar hvernig þetta er gert.
Og þetta er nú ekki síðra enda eins og úr fínustu verslun.
HÉR má sjá hvernig þetta er úbúið.
Þá er bara að verða sér úti um krukkur og hefjast handa!