Þegar falleg textasmíð og hjartnæmur söngur fara saman er bókað mál að flytjandinn nær til áheyrenda.
Og það var einmitt það sem gerðist hjá hinum 19 ára gamla Christian Burrows þegar hann mætti nýlega í áheyrnarprufur í X Factor í Bretlandi.
Christian flutti frumsamið lag um látinn bróður sinn og hreif alla dómarana með sér svo varla mátti finna þurrt auga í salnum.
Virkilega fallegur flutningur.