Súkkulaði og karamella passa einstaklega vel með höfrum. En hafrarnir búa yfir þeim eiginleika að gera sætindi ekki of sæt.
Þessa bita er gott að eiga í kælinum til að grípa í þegar sætindapúkinn lætur á sér kræla.
Og hversu oft hefur hún Betty Crocker vinkona okkar ekki náð að gera lífið auðveldara og sætara?
Það sem þarf
1 pakki Betty Crocker Devil´s Food Cake Mix
2/3 bolli smör eða smjörlíki, mjúkt (við notum smjör)
1 egg
2 bollar haframjöl
400 gr karamellur
¼ bolli mjólk
½ bolli dökkir súkkulaðidropar
½ bolli saxaðar pekanhnetur eða valhnetur ef vill, ekki nauðsynlegt
Aðferð
Hitið ofninn að 175 gráðum.
Takið form sem er 33×23 cm og spreyið með bökunarspreyi eða smyrjið.
Setjið Betty Crocker duftið, smjör og egg í skál og hrærið varlega saman.
Bætið höfrunum út í, það þarf jafnvel að nota fingurna til að blanda þessu vel saman.
Takið frá einn bolla af deiginu og geymið.
Setjið allt hitt deigið í formið og þrýstið því vel ofan í formið. Notið plastfilmu eða bökunarpappír til að þrýsta því niður ef þetta er mjög klístrað.
Takið karamellurnar út bréfinu og setjið í pott ásamt mjólkinni. Bræðið saman og hafið stillt á miðlungshita. Hrærið reglulega í á meðan þar til karamellurnar eru allar bráðnaðar.
Hellið síðan karamellusósunni yfir deigið í forminu.
Þá er súkkulaðidropunum (og hnetunum ef vill) dreift yfir karamelluna.
Takið bollann af deiginu sem eftir er og myljið hann yfir þetta allt saman.
Bakið í ofninum í 24 til 29 mínútur eða þar til karamellan hálf freyðir á brúnunum.
Þegar kakan er tekin út rennið þá hníf meðfram hliðunum til að losa um hana. Látið kólna alveg, alla vega í klukkutíma.
Skerið kökuna síðan í hæfilega stóra bita og njótið.
jona@kokteill.is