Þessi grænmetisbaka er tilvalin í miðri viku og einfalt að henda í eina svona þegar þú vilt eitthvað fljótlegt og létt í maga.
Bakan er án bökubotns og það tekur því enga stund að útbúa hana.
Síðan má auðvitað bera bökuna fram með góðu brauði til að gera hana að enn meiri máltíð.
Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deildi þessari uppskrift með okkur.
Brokkolí- og sveppabaka
Það sem þarf
- 250 gr brokkoli
- 150 gr sveppir
- 3 egg
- 2 dl rjómi
- 100 gr philadelphia rjómaostur
- 100 gr kotasæla
- 150 gr fetaostur
- basilika og pipar (gott að krydda líka með kryddi lífsins frá Pottagöldrum og paprikukryddi)
- 2 dl rifinn ostur
Aðferð
Hitið ofninn í 200° og smyrjið eldfast form.
Setjið brokkólí og sveppi í botninn á forminu.
Hrærið eggin með rjómanum, kryddið og bætið kotasælu og fetaosti saman við.
Hellið blöndunni yfir og stráið rifnum osti yfir.
Bakið í 20-25 mínútur.