Það er alltaf gaman að prófa nýjar uppgreiðslur enda er svo þægilegt í erli dagsins að taka hárið upp og frá andlitinu.
Fléttur eru alltaf jafn vinsælar enda bæði þægilegar og flottar. En það sem hefur hins vegar vafist fyrir okkur er að gera fasta utan á liggjandi fléttu eða hollenska fléttu eins og hún er kölluð.
Yndislega rómantísk og falleg greiðsla
Með þessu myndbandi teljum við okkur þó geta lært það fullkomlega enda er þetta útskýrt vel og hún sýnir okkur rólega skref fyrir skref hvernig á að gera fléttuna.
Þá er þessi greiðsla yndislega rómantísk og falleg, þótt við séum kannski ekki jafn hrifin af því hvernig hún ýkir hana í lokin en það þarf auðvitað ekki að gera. Auk þess er greiðslan ekki flókin í framkvæmd.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert