Gallafatnaður er ósköp þægilegur og um leið flottur klæðnaður. Í vor og sumar er gallaefni alls ráðandi.
Það eru ekki eingöngu gallabuxurnar sem eru vinsælar heldur líka gallapils, kjólar, jakkar, skyrtur, og fleira.
Og það má alveg blanda gallaflíkunum saman og vera í tveimur til þremur flíkum í einu – en gæta þarf þess að hafa þær ekki nákvæmlega í sama litnum.
Hér eru nokkrar hugmyndir hvernig nota má gallafötin
Gallabuxur og skyrta með hvítum jakka – góð blanda.
Aðeins önnur útgáfa af gallabuxum og skyrtu.
„Boyfriend“ gallabuxur og gallaskyrta með svörtu og hvítu kemur vel út.
Svo eru það rifnu gallabuxurnar og auðvitað gallaskyrta við.
Skemmtilegt galladress.
Gallasmekkbuxurnar eru komnar aftur.
Og líka stuttar.
Hneppt gallapils og skyrta úr mjúku gallaefni smellpassar við.
Þægilegur samfestingur fyrir sumarið.
Alexa Chung er alltaf með puttann á púlsinum – hér í sætum gallakjól.
Og í stílhreinum og flottum gallakjól.
Þetta eru nýjustu gallabuxurnar, buxur sem kallast „culottes“ og eru svona hálfgerð buxnapils.
Aðeins síðari útgáfa af „culottes“.
Og enn ein útfærslan af þessum nýju buxum.