Fjóla Röfn Garðarsdóttir er 3 ára stelpa með heilkenni sem heitir Wiedemann Steiner syndrome eða WSS. Fjóla er eina barnið á Íslandi með þessa greiningu og ein af fáum í heiminum þar sem heilkennið er frekar nýlega uppgötvað.
Fimm rétta glæsilegur seðill
Garðar Aron Guðbrandsson, faðir Fjólu, og Fannar Vernharðsson hafa útbúið 5 rétta glæsilegan matseðil ásamt sérvöldum vínum, en þeir starfa saman í eldhúsinu á Mathúsi Garðabæjar. Það eru síðan vinir Garðars og Ásdísar, foreldra Fjólu, sem munu standa vaktina í eldhúsinu laugardagskvöldið 20. janúar í Glersalnum Salavegi 2, Kópavogi, frá kl. 18:00 til 22:00.
Bestu kokkar landsins
Það verða engir aukvisar á vaktinni þetta kvöld. Af mörgun snillingum má helst nefna, Sigurð Kristinn Haraldsson Laufdal yfirkokk á Grillinu, Jóhannes Steinn Jóhannesson yfirkokk á Jamies Italian, Bjarni Siguróli Jakobsson, fulltrúa Íslands í Bocouse d´or 2019 og Snorri Victor Gylfason yfirkokk á VOX auk Fannars Vernharðssonar og Garðars Arons Guðbrandssonar sem eru yfirkokkar á Mathúsi Garðarbæjar. En yfirkokkur þessa kvölds verður Siggi Hall.
Allir sem koma að kvöldinu munu gefa vinnu sína og mun allur ágóðinn af kvöldinu renna til styrktarsjóðsins Wiedemann-Steiner Syndrome Foundation til að veita styrki til rannsókna og áframhaldandi lyfjaþróunar.
Styrktaraðilar kvöldsins eru Hafið, INNNES, MATA, Nýja Kökuhúsið, Kjarnafæði, Sælkeradreifing, Skúbb ísgerð, Ölgerðin, Vínnes, Mathús garðabæjar og North Atlantic.
Hér má sjá glæsilegan matseðillinn
Hörpuskel úr Ísafjarðardjúpi – Svartrót, eggjakrem, hrogn
Uxabrjóst – Stökkar kartöflur, svartur hvítlaukur, ostur
Bleikja-reykt og grafin – Karmelluð mjólk, hnetumæjó, spekk
Nautalund – Rauðrófur, grænkál, ponzu gljái
Mjólkursúkkulaði – Heslihnetur, saltkaramelluís, brúnað smjör
Verð er aðeins 12.500 krónur – bæði matur og vín
Borðapantanir í síma 659-4120 eða á netfangið almargararsson@gmail.com
Þá er einning hægt að styrkja Wiedemann-Steiner Syndrome Foundation, og um leið Fjólu, með því að leggja inn á reikning: 0130-05-063095, kt: 0205143100.