Kokteill mælir með myndinnni Still Alice sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. Þar segir frá Dr. Alice Howland sem greinist með Alzheimer aðeins 50 ára gömul. Alice, sem er þekktur málvísindakennari við Columbia Háskólann, finnur að ekki er allt með felldu þegar hún hættir að finna réttu orðin og fer að gleyma. Hrædd og óttaslegin um framtíð sína byrjar hún m.a. á því að þjálfa sjálfa sig með því að skrifa upp orð og með því að setja mikilvægar persónulegar spurningar í símann sinn sem hún síðan reynir að svara á hverjum morgni. Átakanleg mynd sem snertir streng hjá mörgum enda greinast orðið sífellt fleiri með Alzheimer og fólki á besta aldri fjölgar hratt í þessum hópi.
Julianne Moore, sem leikur Alice, sýnir snilldarleik og hlaut hún Óskarsverðlaunin í ár fyrir leik sinn. Aðrir leikarar eru m.a. Alec Baldwin og Kristen Stewart.