Margir byrja daginn á því að fá sér góðan hafragraut og gera hann oftast nokkurn veginn eins. En gamli góði hafragrauturinn býður upp á ýmsa aðra möguleika.
Útbúðu hann kvöldið áður
Að útbúa grautinn kvöldið áður er afskaplega þægilegt og hentugt – hollur og góður morgunmatur bíður síðan eftir þér þegar þú vaknar.
Hér eru frábærar hugmyndir að hafragraut í krukku. Öllum hráefnum er blandað saman í góða krukku og geymt í ísskáp yfir nótt. Grautinn má síðan annað hvort borða kaldan eða hita hann örlítið.
Hér eru fimm frábærar útgáfur
Fyrst gerirðu grunninn
1/3 bolli haframjöl
1 msk chia-fræ
¼ grísk jógúrt
¼ – ½ bolli möndlumjólk, venjuleg mjólk eða sojamjólk (magnið fer eftir því hversu þykkan þú vilt hafa grautinn)
Aðferð
Setjið haframjölið í krukkuna.
Bætið chia fræjunum ofan á.
Hellið síðan mjólkinni þar yfir.
Og að lokum er jógúrtin sett ofan á.
Og þá er komið að því að bragðbæta grautinn og hér eru 5 útgáfur af því
Hafragrautur með gulrótarköku
¼ bolli niðurrifnar gulrætur
1 msk hlynsíróp
2 msk saxaðar pekanhnetur
¼ tsk kanill
Hellið sírópinu yfir og stráið síðan kanilnum yfir. Bætið gulrótunum við og toppið með hnetunum.
Hafragrautur með bláberjum og sítrónu
1 msk bjáberjasulta
½ tsk rifinn sítrónubörkur
¼ tsk vanilludropar
¼ bolli bláber
Hellið vanilludropunum yfir og setjið síðan sultuna næst. Setjið þá bláberin ofan á og rífið að lokum sítrónubörkinn yfir.
Hafragrautur með súkkulaði og jarðarberjum
1 msk hunang
1 tsk kakóduft
1 msk niðurrifið dökkt súkkulaði
¼ bolli jarðarber niðurskorin
Hellið hunanginu yfir og stráið síðan kakóinu yfir. Bætið þá jarðarberjunum við og rífið síðan súkkulaðið yfir.
Hafragrautur með bönunum og hnetum
1 msk hlynsíróp
1 msk mjúkt hnetusmjör
2 msk saxaðar valhnetur
½ niðurskorinn banani
Sírópinu er hellt yfir og síðan hnetusmjörinu bætt við. Raðið þá bönunum yfir og stráið að lokum hnetum yfir.
Pina Colada hafragrautur
1 msk hunang
1 tsk kókosflögur
1 msk saxaðar möndlur
¼ bolli ferskur niðurskorinn ananas
Hellið hunanginu yfir og bætið þá möndlunum við.
Þegar allt er komið í krukkurnar eru þær hristar vel og síðan settar inn í ísskáp.
Hér geturðu svo séð skref fyrir skref hvernig þetta er gert
jona@kokteill.is