Vissir þú að það má nota svitalyktareyði á fleiri staði líkamans en undir hendur?
Vissulega eru handarkrikar okkar sá staður líkamans sem svitnar mest en það eru aðrir staðir sem þarfnast líka hjálpar og þá ekki eingöngu vegna svita.
Hér eru fimm aðrar og nýjar leiðir til að nota svitalyktareyði
1. Í klofið – eða innan á lærin
Þegar lærin nuddast saman myndast gjarnan mikill sviti, roði og óþægilegur núningur. Til að koma í veg fyrir það skaltu renna svitalyktareyði yfir svæðið innan á lærunum.
2. Við hárlínuna á enni og hnakka
Það getur verið afar óþægilegt í ræktinni og við hlaup þegar svitinn rennur niður andlitið og hnakkann. Til að losna við þetta geturðu nuddað svitalyktareyði við hárlínuna og niður hálsinn aftur á hnakka.
Margir íþróttamenn segja þessa aðferð algjörlega ómissandi.
3. Undir brjóstin
Konur þekkja það vel að þegar þeim verður heitt þá svitna þær mikið undir brjóstum. Til að draga úr því má nota svitalyktareyði undir brjóstin, en betra er að nota sprey en stifti í þeim tilgangi.
4. Undir iljarnar
Margir svitna afar mikið á fótum og við það myndast líka mikil lykt. Til að losna við það skaltu bera svitalyktareyði undir iljarnar, og leyfa honum síðan að þorna áður en þú ferð í skó og sokka.
5. Á hælana
Þessi aðferð er ekki til þess ætluð að ráða bót á svitavandamáli heldur til að koma í veg fyrir blöðrur á fótum.
Ef að þú ert hrædd/ur um að fá blöðrur af nýjum skóm skaltu nudda svitalyktareyði á hælana og á hliðar fótsins. Þetta hjálpar til við að koma í veg fyrir núning sem myndar blöðrur og eymsli.