Flestir kannast eflaust við það að finna stundum til leiða í sambandi sínu eða hjónabandi.
Þegar þessar hugrenningar gera vart við sig er það yfirleitt vegna þess að þið hafið ekki verið að sinna hvort öðru eða sambandinu. Í amstri dagsins og önnum hversdagsleikans situr sambandið/hjónabandið oft á hakanum og er gjarnan sett í síðasta sæti.
Ekki láta það viðgangast
Mörgum finnst þetta bara hinn eðlilegasti hlutur og partur af lífinu, og má það svo sem vel vera. En það hefur sýnt sig aftur og aftur að ef slíkt ástand fær að viðgangast of lengi (ekkert kynlíf, enging rómantík, engin tenging) getur verið erfitt að snúa tilbaka og pikka upp þráðinn þar sem frá var horfið.
Gerðu því eitthvað í málunum áður en það verður of seint.
Hér eru fimm leiðir til að hressa upp á rómantíkina
Það er Helen Fischer, vísindamaður við Rutgers University og höfundur bókarinnar Anatomy of Love, sem tók saman.
1. Brjótið upp hefðirnar
Venjur drepa niður rómantíkina vegna þess að mannskepnan verður mjög fljótt leið á hlutunum. Þess vegna elskum við að láta koma okkur á óvart og að lenda í ævintýrum.
Ef ástarlífið er farið að verða leiðinlegt, gerið þá eitthvað öðruvísi!
2. Tengist tilfinningalega á hverjum degi
Ef þið heyrist ekkert yfir daginn og eyðið ekki miklum tíma saman getur það orðið vandræðalegt að ætla svo allt í einu að fara að káfast utan í hvort öðru um miðja nótt. Tengist tilfinningalega því gott kynlíf kemur af sterkum tilfinningum.
3. Farið á stefnumót
Ef líf ykkar krefst þess að þið verðið að setja sambandið í síðasta sæti, skipuleggið þá sérstakan tíma fyrir ykkur tvö.
Þessi stefnumót geta verið mjög mikilvæg og gefið ykkur mikið þar sem þið vitið að þið eruð að gera þetta til að viðhalda sambandinu.
4. Tjáið ykkur
Margir eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar og rómantískar þarfir við hinn aðilann. Oft heyrir maður „ef ég þarf að segja hvað ég vil þá er það ekkert gaman!“ En það er ekkert sniðugt því þá getur maður eytt dýrmætum tíma í að finna út hvað hinum aðilanum líkar og þar með misst af ómetanlegum stundum með maka sínum.
5. Búið til smá spennu
Ástríða sprettur af spennu sem hleðst upp þegar fólk þarf að yfirvinna hindranir. Það eykur orku þína og hjálpar þér að vera skapandi. Stundum getur verið gaman að setja upp tímabundnar hindranir.