Bananar eru hollir og gera ýmislegt fyrir líkamann, eins og t.d. að veita orku og halda blóðþrýstingi í skefjum.
En vissir þú að banana má nota í ýmislegt annað?
Hér eru fimm leiðir til að nota banana
1. Fyrir hárið
Þeir eru góðir fyrir hárið þar sem þeir eru stútfullir af næringarefnum sem hárið þarfnast, eins og t.d. B-vítamíni og fólati.
Þú getur búið til hármaska með banana. Taktu banana, nýmjólk og hunang og blandaðu þessu saman. Settu blönduna í hárið og leyfðu henni að vera í því í svona 20 mínútur.
2. Fyrir húðina
Þeir eru góðir fyrir húðina og veita henni ljóma. Bananar innihalda bæði A- og E-vítamín og þess vegna eru þeir góðir til að lýsa upp húðina og jafna húðlitinn.
Stappaðu banana og makaðu honum í andlitið. Láttu hann vera á húðinni í 15 mínútur og þvoðu hann síðan af með köldu vatni.
3. Fyrir fæturna
Þeir næra húðina á fótunum. Fyrir sprungna hæla geturðu prófað að stappa banana og bera á þurra fæturna. Sittu með þetta á fótunum í góða stund svo þetta nái að næra húðina og fara almennilega inn í hana.
4. Fyrir höfuðið
Þeir geta hjálpað til við að koma í veg fyrir höfuðverk og mígrenikast. Ástæðan er sú að þeir eru ríkir af magnesíum. Fáðu þér banana þegar þú finnur að höfuðverkur er yfirvofandi.
5. Fyrir svefninn
Þeir geta sent þig í draumalandið. Ef þú átt erfitt með svefn prófaðu þá að fá þér banana svona klukkutíma áður en þú ferð í rúmið. Bananar eru ríkir af tryptófan sem er ein af amínósýrunum er heilinn notar til að mynda taugaboðefnið serótónín, en það er róandi.