Í dag er hún fimm ára gömul en Sophie Fatu er búin að syngja frá því hún var um fjögurra ára.
Hún er algjörlega heilluð af Frank Sinatra og segir ástæðuna vera þá hversu glæsilegur og flottur hann var – hún veit greinilega alveg hvað hún syngur.
Sophie þykir undrabarn í jazzi, tónviss með ótrúlegt víbrató miðað við aldur og góðar fraseringar og túlkun. Hún er farin að vekja mikla athygli og hefur komið fram í nokkrum stórum sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum.