Margir eru duglegir að halda sér í formi þótt þeir fari ekki í ræktina. Það er nefnilega alls ekki nauðsynlegt að kaupa sér líkamsræktarkort til að vera í formi.
Til dæmis kostar ekkert að skella sér í göngutúr eða út að hlaupa. En það eitt og sér er kannski ekki nóg til að þjálfa alla vöðva líkamans.
Hér eru nokkrar æfingar sem styrkja líkamann og þú getur auðveldlega gert heima – þessar æfingar ættu að hjálpa þér að komast fljótt í form. Það er ágætt að eiga mottu til að leggja á gólfið fyrir æfingarnar en annað þarftu ekki.
Gerðu þessar 5 æfingar heima
1. Plankinn
Þessi æfing er talin ein sú besta sem hægt er að gera því hún styrkir svo marga vöðva líkamans.
Farðu á fjórar fætur, réttu úr fótunum og leggstu á hendurnar.
Haltu bakinu beinu og ekki láta rass og mitti síga niður.
Fínt er að byrja á því að halda í 10 til 20 sekúndur og auka tímann svo smám saman í eina mínútu eða lengur eftir því sem þú kemst í betra form.
2. Cobra æfingin
Þessi æfing er góð fyrir bak og rass.
Leggstu á magann, láttu fætur vera samhliða og settu lófana í gólfið.
Beygðu handleggi við olnboga og lyftu þér síðan upp og andaðu vel inn um leið.
Teygðu höfuðið aðeins aftur.
Haltu þessari stellingu í 30 sekúndur og um leið og þú ferð niður aftur andarðu út.
3. 30-60-90 gráðu æfingin
Fyrir maga og leggi.
Liggðu á bakinu með hendur undir höfði og fætur saman.
Lyftu fótleggjum upp í 30 gráður án þess að beygja þá. Teygðu á magavöðvunum og andaðu djúpt 3svar sinnum.
Hækkaðu nú upp í 60 gráður. Haltu og andaðu djúpt 3svar sinnum.
Farðu þá upp í 90 gráðurnar og haltu stöðunni.
Endurtaktu svo allt eins á leiðinni niður.
4. Engisprettan
Þessi æfing er fyrir mjaðmir og rass.
Liggðu á magangum með hökuna á gólfinu og hafðu hendur með hliðum.
Teygðu eins vel og þú getur úr leggjum og fótum.
Andaðu inn og lyftu fótunum upp og andaðu svo frá þegar þú setur fætur aftur niður.
5. Kertastjakinn
Þessi æfing er góð fyrir kviðvöðvana.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þú gerir þessa æfingu – og þú heldur stöðunni eins lengi og þú getur.