Þær eru eineggja tvíburar og eru og hafa alltaf verið alveg eins – haft hárið eins og klætt sig eins. Og þessar systur hafa í gegnum tíðina ekki farðað sig, en þær hafa aðeins tvisvar á ævinni notað farða og förðunarvörur.
En þegar þær urðu fertugar fannst þeim tími til kominn að breyta til, og tóku þær því fagnandi að fá góða hjálp og fara í allsherjar yfirhalningu.
Og það er tvist
En tvistið við þessa yfirhalningu er að þær fá að hafa hönd í bagga með hvernig hin systirin lítur út og hvaða breytingar verða gerðar.
Það er ekkert leyndarmál að rétta hárgreiðslan, falleg förðun og klæðnaður sem hentar hverri líkamsbyggingu getur skipt sköpum fyrir heildarútlitið.
Einmitt þess vegna er alltaf jafn gaman að sjá þegar fólk ákveður að fá aðstoð við að gera breytingar á útlitinu og vel tekst til!